.8 Club var stofnaður þann 27.mars 2008 og beitir sér fyrir árangri einstaklinganna.

Nafnið “.8″ vísar til þeirrar staðreyndar að 0,8% starfsmanna hverrar starfsstéttar á hverju sviðið fyrir sig, alls staðar í heiminum, skilar inn 80% tekna geirans. Þessir aðilar eru þeir sem halda hagkerfi heimsins uppi og standa uppúr, hvar sem þeir athafna sig.

.8 Club heldur þessum einstaklingum virkum og þjálfar inn nýliða sem vilja komast nær þessum þrönga hóp.